Subwaybikarmeistarar Hauka tóku 1-0 forystu í einvígi sínu gegn Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna. Liðin mættust í Röstinni í gær þar sem Haukar fóru með 82-88 útisigur af hólmi.
Michele DeVault var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 27 stig en henni næst var Petrúnella Skúladóttir með 23 stig. Hjá Haukum var Heather Ezell aðeins stoðsendingu frá þrennunni með 35 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Danski landsliðsmaðurinn Kiki Jean Lund átti einnig góðan dag með 20 stig og 9 stoðsendingar í liði Hauka.