Skallagrímur hefur samið við bandaríska leikmanninn Mustapha Traore um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deildinni. Traore leikur stöðu framherja og miðherja og verður 25 ára gamall í haust.
Undanfarin tímabil hefur Traore leikið með háskólaliði Monmouth University í New Jersey en á síðasta tímabili sínu í skólanum skoraði hann 7 stig að meðaltali í leik og tók 6 fráköst.