spot_img
HomeFréttirMunum ekki skipta neinum af sólstrandagæjunum

Munum ekki skipta neinum af sólstrandagæjunum

Pat Riley, forseti Miami Heat, hefur sagt að það hafi ekki hvarflað að forráðamönnum Miami að skipta einum af þremur ofurstjörnum liðsins þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh.
Félagið sem var talið sigurstranglegast í NBA eftir ótrúlegt sumar árið 2010 tapaði fyrir Dallas eins og allir þekkja.
 
Riley segist ekki búast við miklum breytingum á leikmannahópi félagsins en hann telur blöndu liðsins vera heppilegasta til árangurs. ,,Ég held ekki að þú vinnir titla með ungum og öflugum íþróttamönnum sem eru reynslulausir.“
 
Mynd: Chris Bosh fer ekkert – eins og er.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -