spot_img
HomeFréttirMun Fancy Vance bakka upp hæpið?

Mun Fancy Vance bakka upp hæpið?

Vance Cooksey átti frábæran fyrsta leik gegn Skallagrími í Borgarnesi um miðjan mánuðinn. Nýstiginn úr flugvélinni stökk hann beint í rauða gallann og inn á völlinn í Fjósinu.
 
Sá lét ekki sitt eftir liggja. 30 stig og þar af 11 í fjórða hluta, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 6 stolnir boltar. 4/7 í þristum, 64,7% eFG og 69,8% TS. Þokkalega skilvirkur í sókn með 50% sóknarnýtingu og 1,12 stig per sókn.
 
Cooksey virðist vera fjölhæfur sóknarmaður og skoraði viðs vegar af á vellinum gegn Sköllunum.
 
33% af skoruðum sóknum Snæfells komu frá Cooksey en hann skoraði einnig þriðjung af stigum Snæfells.
 
Gegn KR er mögulegt að hann lendi á Brynjari eða Darra, en staðan á meiðslum Martins eru ekki skýr og óvíst hvort hann verði með.
 
Mögulegt verður þó að Snæfell verði í basli með Shawn Atupem í teignum því hann er tröllvaxið eintak sem verður ekki stjakað. Snæfellingar gáfu allt of mikið af stigum í teignum gegn Sköllunum eða 42 sem eru rétt tæplega helmingur af skoruðum stigum Borgnesinga og nýtingin í teignum 62%.
 
Með fullri virðingu fyrir Skallagrími sem liði þá held ég að þessi leikur sé leikurinn fyrir Fancy Vance til að sýna íbúum Snæfellsness hvað í honum býr.
Fréttir
- Auglýsing -