Miami liðið er varla búið að fagna titlinum sem þeir unnu á fimmtudagsnótt og um leið eru spekúlantar byrjaðir að ræða næstu skref liðsins og þá helst þann möguleika þeirra í að ná í meira og stærra kjöt í teiginn til að eigast betur við lið eins og Chicago og Indiana en þeir lentu í töluverðu basli með þá síðarnefndu einmitt í teignum.
Stephen Smith spekúlant hjá ESPN segist nokkuð viss á því að Pat Riley muni skoða möguleikan á því hvað sé hægt að gera í stöðunni og þá telur hann að besta skiptimyntin sem Miami hefur eða í raun sem Miami er tilbúin að láta væri Chris Bosh. Dwayne Wade er Miami leikmaður til loka og Lebron James er besti leikmaður í heimi og því væri aðeins ein lausn á málinu og auðvitað bætir það ekki úr að Bosh á eftir 3 ár af samningi sínum sem veita honum rúma 20 milljónir dollara á ári. Sá peningur er ansi mikill fyrir mann sem varla skorar stig þegar komið er á úrslitastundu.
Hægt er að skoða þessar spekúlasjónir hér.