spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaMummi segir Þrótt hafa það sem til þarf til að komast upp...

Mummi segir Þrótt hafa það sem til þarf til að komast upp um deild “Við töpuðum í dag, en svo veit maður ekkert hvað gerist í mars eða apríl”

Ármann lagði Þrótt í Vogum í kvöld í toppslag 2. deildar karla, 79-101.

Eftir leikinn sem áður er Ármann í efsta sæti deildarinnar, með tíu sigra og ekkert tap það sem af er tímabili. Þróttur er hinsvegar í öðru sætinu. Með sjö sigra og tvö töp á tímabilinu, þau komu bæði gegn Ármann, en í fyrri leiknum hafði Ármann einnig sigur í öllu jafnari leik.

Karfan spjallaði við Guðmund Inga Skúlason þjálfara Þróttar eftir leik í Vogum. Ræðir Mummi leikinn, hvernig honum finnist liðið vera koma saman á þessu tímabili og hvaða erindi Þróttur á upp í fyrstu deildina fari svo að þeir nái að tryggja sig þangað.

Fréttir
- Auglýsing -