Ármann lagði Þrótt í Vogum í kvöld í toppslag 2. deildar karla, 79-101.
Eftir leikinn sem áður er Ármann í efsta sæti deildarinnar, með tíu sigra og ekkert tap það sem af er tímabili. Þróttur er hinsvegar í öðru sætinu. Með sjö sigra og tvö töp á tímabilinu, þau komu bæði gegn Ármann, en í fyrri leiknum hafði Ármann einnig sigur í öllu jafnari leik.
Karfan spjallaði við Guðmund Inga Skúlason þjálfara Þróttar eftir leik í Vogum. Ræðir Mummi leikinn, hvernig honum finnist liðið vera koma saman á þessu tímabili og hvaða erindi Þróttur á upp í fyrstu deildina fari svo að þeir nái að tryggja sig þangað.