Haukar því komnir með bakið upp að vegg, mega ekki tapa öðrum leik ætli þeir sér ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. Fyrir þennan leik höfðu málsmetandi menn keppst við að spá Haukum góðu gengi í þessari úrslitakeppni. Þeir enduðu jú, réttilega, í 3. sæti deildarkeppninnar og hafa skartað einhverju efnilegasta liði deildarinnar síðastliðin ár. Keflvíkingar hinsvegar hafa ekki verið taldir líklegir til þess að valda vandræðum.
Fyrir leikinn voru liðin fullmönnuð að mestu, þó í lið Keflavíkur hafi vantað hinn leikreynda Guðmund Jónsson, en hann er meiddur í bakinu og það er með öllu óvíst hvænar hann verður kominn í búning aftur.
Fyrsti leikhluti leiksins var mikið í takt við fyrsta leik einvígsins. Í jöfnum leik virtist Keflavík vera eilítið betri. Kannski það helsta merkilegt sem gerðist í leikhlutanum var að leikstjórnandi Keflavíkur, Arnar Freyr Jónsson, fékk dæmdar á sig 3 villur. Hlutinn endaði með 2 stiga forystu heimamanna (16-14)
Í öðrum leikhlutanum opnar leikmaður Keflavíkur, Þröstur Leó, reikninginn með 2 þristum fyrstu mínútuna, en Haukar voru þó snöggir að vinna þann mun upp. Enda hálfleikinn á að setja 4 þrista í röð og fara með þægilega 7 stiga forystu (35-42) til búningsherbergja í hálfleik.
Í fyrri hálfleiknum voru það Kári Jónsson (13 stig / 5 stoðsendingar) & Emil Barja (11 stig / 6 fráköst) sem báru höfuð og herðar yfir alla aðra menn Hauka. Hjá Keflavík var það hinsvegar enginn einn, eða tveir sem að gerðu neitt umfram hina.
Keflavík byrjar seinni hálfleikinn á löngu áhlaupi, þar sem að innáskipti liðssins eru tíð og þeir virðast einsettir á að nýta sér bekkinn sem þeir hafa en Haukar eiga hreinlega ekki. Þegar um 3 mínútur eru eftir í hlutanum jafnar Davíð Páll leikinn loksins (49-49) fyrir Keflavík. Haukar fara samt sem áður með 2 stiga forystu (55-57) til lokaleikhlutans.
Í lokaleikhlutanum var leikurinn, með Hauka nokkrum stigum á undan, jafn. Allt þangað til að leikmaður Keflavíkur, Davon Usher, ákvað að mæta til leiks, en þegar rúmar tvær mínútur voru eftir (68-73) fór hann af stað. Síðustu 16 stig síns liðs skoraði hann í lok leikssins. Haukar, í raun og veru, voru betri en Keflavík í mörgum atriðum þessa leiks og hefðu jafnvel átt skilið (eins og fyrri leikinn reyndar líka) að vinna hann. Aðalatriðið, Davon Usher, virðist ekki vilja sjá sitt lið tapa (Keflavík var að fara að tapa þessum leik) og þar af leiðandi, er hann mættur til að gera það sem þarf til að koma í veg fyrir það, en þó, ekki fyrr en alveg í blálokin. Úrslitakeppnin lítur allavegana þannig út fyrir hann. Gerði þetta í fyrsta leiknum, svo aftur í þessum.
Keflavík sigraði því leikinn með 2 stiga mun, 84-82. Fara með 2-0 forystu í einvíginu, en næsti (hugsanlega síðasti) leikur einvígissins er komandi föstudag á heimavelli Hauka, í Schenker höllinni kl. 19:15.
Lykilmaður þessa leiks, Davon Usher, var þeim einkar mikilvægur á þessum lokamínútum leiksins, skoraði síðustu 16 stig síns liðs. Í heildina var hann með 32 stig og tók 7 fráköst á þeim tæpu 32 mínútum sem hann spilaði í leik kvöldsins.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur & Axel Finnur
Keflavík-Haukar 84-82 (16-14, 19-28, 20-15, 29-25)
Keflavík: Davon Usher 32/7 fráköst, Damon Johnson 17/8 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10, Davíð Páll Hermannsson 7/7 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 5/6 fráköst, Reggie Dupree 3, Gunnar Einarsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 3, Andrés Kristleifsson 2, Valur Orri Valsson 2, Tryggvi Ólafsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.
Haukar: Emil Barja 20/13 fráköst, Kári Jónsson 18/5 stoðsendingar/6 stolnir, Alex Francis 16/6 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 8, Helgi Björn Einarsson 7, Kristinn Marinósson 5/6 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 3, Hjálmar Stefánsson 0, Ívar Barja 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Alex Óli Ívarsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson
Emil Barja & Kári Jónsson – Haukar:
Davon Usher – Keflavík:
Ívar Ásgrímsson – Haukar:
Jón Norðdal – Keflavík: