Timofey Mozgov verður ekki með rússneska landsliðinu í lokakeppni EM 2013 sem nú er handan við hornið. Blóðtaka fyrir Rússa en ástæða fjarverunnar mun vera sú að Mozgov hefur nýlega endurnýjað samning sinn við Denver Nuggets í NBA deildinni. Kapparnir á Eurobasket.com gefa ekki nánari skýringar á fjarveru Mozgov en líklegt þykir að forráðamenn Nuggets hafi ekki sýnt Evrópukeppninni neinn skilning.
Mozgov lék 38 leiki fyrir Denver á síðasta tímabili í NBA þar sem hann var með 2,8 stig og 2,8 fráköst að meðaltali í leik. Mozgov hefur einnig verið á mála hjá New York Knicks og nokkrum stórum liðum í Evrópu en lítið sést til hans þannig lagað síðan hann fór að fóta sig í NBA deildinni.
Lokakeppni EM hefst þann 4. september næstkomandi.