spot_img
HomeFréttirMontrétturinn um Vesturland sunnanmegin við Borgarfjarðarbrúna

Montrétturinn um Vesturland sunnanmegin við Borgarfjarðarbrúna

Það má búast við öllu í Vesturlandsslögum Skallagríms og ÍA og það má segja að óvænt úrslit hafi litið dagsins ljós.  Skagamenn mættu til leiks án Sean Tate að þessu sinni en hann óskaði eftir því við félagið að fá frí til að fara heim til Bandaríkjanna til að vera viðstaddur jarðarför eins besta vinar síns sem fram fer á morgun laugardag.

 

Stjórn og þjálfarar ÍA samþykktu að Sean fengi þetta frí og léku því án erlends leikmanns.

Fjarvera kappans kom þó ekki að sök í kvöld þar sem ÍA gerði sér lítið fyrir og vann granna sína sannfærandi 73-86. Skagamenn léku gríðarlega vel þar sem þjálfararnir fóru fremstir í flokki en Skeli var klárlega maður leiksins með 30 stig og mörg þeirra á mikilvægum augnablikum í leiknum.  Fannar setti trölla tvennu með 20 stig og 21 frákast en hann gældi við þrennuna með 6 stoðsendingum. Það verður ekki tekið af ÍA að það var liðsheildin var svakalega flott og hvort sem menn spiluðu 40 mín eða enga vannst sigurinn hjá hópnum.

Hjá Skallagrím fór fremstur í flokki Jean Cadet, sérstaklega sóknarlega en hann setti 22 stig og tók 14 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst.

Helsti munurinn á liðunum í kvöld var varnarmegin en það skipti engu máli hvaða 5 voru inná hjá ÍA, það vörðust alltaf allir en frá því að ÍA setti fyrstu körfu leiksins leiddu þeir til loka en Skallagrímur komst aldrei yfir í leiknum á meðan ÍA leiddi með mest 22 stigum í stöðunni 42-64 um miðjan annan leikhluta.  Skallagrímur gerð svo áhlaup undir lok þriðja leikhluta og áfram í byrjun fjórða en ÍA hélt ró sinni og Borgnesingar komust aldrei nær en í 8 stiga mun og ÍA landaði að lokum 73-86 verðskulduðum sigri.

ÍA lyfti sér upp fyrir Val í 4. sætið með þessum sigri og er með 18 stig, Skallagrímur situr enn í 3. sæti með 20 stig þegar 4 umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

 

Texti: HH

Myndir:  Ómar Örn Ragnarsson

 

Skallagrímur-ÍA 73-86 (17-26, 22-21, 13-21, 21-18) 
Skallagrímur: Jean Rony Cadet 22/14 fráköst/7 stolnir, Davíð Guðmundsson 11/4 fráköst, Hamid Dicko 9/5 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 8/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Ásgeirsson 6, Atli Aðalsteinsson 4, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst, Þorsteinn Þórarinsson 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Atli Steinar Ingason 0, Kristján Örn Ómarsson 0. 
ÍA: Áskell Jónsson 30/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 20/21 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 13/9 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Helgason 5, Erlendur Þór Ottesen 5/5 fráköst, Birkir Guðjónsson 3/6 fráköst, Þorleifur Baldvinsson 0, Þorsteinn Helgason 0, Jón Rúnar Baldvinsson 0, Steinar Aronsson 0, Ásbjörn Baldvinsson 0. 

Fréttir
- Auglýsing -