spot_img
HomeFréttirMonique Martin til liðs við KR

Monique Martin til liðs við KR

23:32

{mosimage}

 

 

(Monique Martin) 

 

 

KR hefur fengið til liðs við sig bandaríska leikmanninn Monique Martin sem er 24 ára bakvörður sem lék með Brewton Parker College. Monique Martin kemur til landsins í fyrramálið og fer hún strax um helgina í æfingaferð meistaraflokks kvenna á Hvammstanga. 

 

Monique lék með Brewton Parker College við góðan orðstír og setti stigamet með því að skora yfir 50 stig. Monique er bakvörður sem hefur fjölbreyttan stíl og var hún í æfingabúðum hjá WNBA liðinu Connecticut Sun og þótti hún standa sig vel þar. 

 

Á heimasíðu KR, www.kr.is/karfa er rætt við Jóhannes Árnason þjálfara liðsins um komu nýja leikmannsins: 

Heimasíðan hafði samband við Jóhannes Árnason þjálfara liðsins og spurði hann útí komu Monique. ,,Þetta er hæfileikarík stelpa sem kemur úr smábæ í Georgíufylki. Hún æfði með Conneticut Suns í sumar en þeim þótti hún ekki nógu þroskuð til að spila í WNBA. Vonandi tekst henni að aðlagast lífinu hér á klakanum, þroskast eins og gómsætur ávöxtur og verða happafengur fyrir KR.”   

Við spurðum Jóhannes einnig útí liðið:  Já þetta er að skríða saman hjá okkur, hópurinn er loksins kominn saman. Það sést greinilega á æfingum hverjir eru búnir að vera duglegastar að æfa í sumar og þeir munu fá tækifæri í fyrstu leikjunum til að blómstra. Það er mikið verk fyrir höndum en þetta eru kraftmiklar stelpur sem  ætla sér að ná árangri til framtíðar og það er það sem við stefnum að.

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -