spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Sigurganga Roma heldur áfram

Molar að utan: Sigurganga Roma heldur áfram

10:25

{mosimage}

Sigurganga Lottomatica Roma (19-9) heldur áfram í ítölsku deildinni, um helgina sigruðu þeir Climamio Bologna 70-68 á heimavelli og eru þar með einir í öðru sæti deildarinnar. Jón Arnór Stefánsson hafði hægt um sig og skoraði 2 stig á 12 mínútum. Það ætti að vera farin að léttast lundin á Gestiberica Vigo (11-21) mönnum en þeir unnu sinn annan sigur í röðu nú um helgina þegar þeir Imaje Sabadell Gapsa á útivelli 83-77. Jakob Örn Sigurðarsson átti mjög góðan leik og skoraði 18 stig. Damon Johnson var stigahæstur L’Hospitalet (16-16) manna um helgina þegar liðið sigraði Plus Pujol Lleida á útivelli 84-79. Damon skoraði 21 stig. Mirko Virijevic átti fínan leik fyrir Chemnitz 99 (18-10) sem sigraði Union Shops Rastatt 85-71 um helgina. Hann skoraði 14 stig auk þess að hirða 6 fráköst. 8 liða úrslit rússnesku kvennaúrsvalsdeildarinnar hófustu um helgina. Chevakata Vologda sem Alexander Ermolinskij þjálfar mætir þar Dynamo Moskva sem sigruðu í FIBA EuroCup. Fyrsti leikur liðanna fór fram í Mosku á laugardag og sigruðu Dynamostúlkur 65-53.

Vologda endaði í 6. sæti rússnesku deildarinnar.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -