spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Roma heldur sigurgöngunni áfram

Molar að utan: Roma heldur sigurgöngunni áfram

22:47

{mosimage}

Jón Arnór og félagar hans í Lottomatica Roma sigruðu Legea Scafati 86-69 eftir að hafa verið 49-27 yfir í hálfleik.  Jón Arnór nýtti tímann sinn vel og skoraði 7 stig á 17 mínútum og var með 100% nýtingu í skotum sínum.

Heimamenn tóku öll völd á vellinum strax frá upphafi, leiddu 24-9 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik 49-27.  Í síðari hálfleik héldu þeir muninum og leiddu 69-45 eftir þrjá leikhluta, þjálfari Roma leyfði öllum leikmönnum að spila og lék Jón Arnór í 17 mínútur, en sá sem lék mest lék í 23 mínútur.  Fjórði leikhluti var aldrei spennandi og lokatölur 86-69.

Lottomatica Roma eru í öðru til þriðja sæti.  Næsti leikur hjá Jóni er 15. apríl gegn liðinu í 11. sæti deildarinnar Climamio Bologna.

 

Helgi Már og félagar í BC Boncourt töpuðu rétt í þessu 70-56 fyrir BBC Monthey eftir að hafa verið yfir í hálfleik 28-36.  Helgi Már skoraði 10 stig.

Það var síðari hálfleikur sem varð liðinu að falli en þeir skoruðu einungis 20 stig í öllum síðari hálfleiknum.

Staðan í einvíginu er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leik fer áfram í undanúrslit.  Næsti leikur er 18. apríl á heimavelli BC Boncourt

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -