21:51
{mosimage}
Logi Gunnarsson lék ekki með ToPo (20-16) í kvöld þegar liðið sigraði UU-Korihait á útivelli 88-76 en hann er enn meiddur. Þá vann liðið Pussihukat um helgina 89-67.
Randers Cimbria (11-8) er heldur betur að fatast flugið og í gær tapaði liðið þriðja leiknum í röð í deildinni. Randersmenn voru í heimsókn hjá næst efsta liði deildarinn Svendborg og var leikurinn í beinni útsendingu í dönsku sjónvarpi. Hvort það fór eitthvað illa í Randersmenn skal ósagt látið en þeir töpuðu allavega 86-64. Helgi Freyr Margeirsson átti ágætan leik og skoraði 11 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur í lok leiksins.
Jón Arnór Stefánsson lék ekki með Lottomatica Roma (10-9) þegar liðið heimsótti Snaidero Cucine Udine og tapaði 74-78. Jón Arnór á við smávægileg meiðsli að stríða.
Hlutirnir eru heldur betur bjartari hjá Helga Má Magnússyni og félögum í Boncourt (9-7) en þeir unnu sinn þriðja sigur í röð um helgina þegar þeir unnu Lausanne Morges Basket á útivelli 79-77. Helgi hafði hægt um sig í sókninni og skoraði eina þriggja stiga körfu og tók 3 fráköst.
Pavel Ermolinskij skoraði 12 stig og tók 9 fráköst þegar Axarquia (10-12) tapaði á heimavelli 69-71 fyrir Club Ourense Baloncesto um helgina eftir að hafa leitt stærstan hluta leiksins.
Chemnitz 99 (15-5) tapaði óvænt um helgina fyrir Erdgas Ehingen/Urspringschule á útivelli 91-99 en fyrri hálfleikur var nokkuð sérstakur. Í fyrsta leikhluta skoruðu liðin samtals 69 stig (34-35) en í þeim öðrum aðeins 17 (9-8). Mirko Virijevic var stigahæstur Chemnitzmanna með 24 stig auk þess að taka 5 fráköst. Með tapinu dettur Chemnitz niður í 4. sæti og gefur aðeins eftir í baráttunni um sæti í Bundesligaen.
Mynd: Heimasíða Chemnitz 99