spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jón Arnór stigahæstur í sigurleik

Molar að utan: Jón Arnór stigahæstur í sigurleik

9:41

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta deildarleik með Lottomatica Roma (11-9) í gær þegar liðið tók á móti botnliði TDShop.it Livorno og sigraði 110-102 í tvíframlengdum leik. Jón Arnór átti mjög góðan leik og var stigahæstur sinna manna með 21 stig, hitti úr 6 af 8 skotum sínum út á velli og 7 af 7 vítum.

Randers (12-8) með Helga Frey Margeirsson innanborðs náði loks að sigra í gær þegar liðið tók á móti botnliðið Horsens BC. Randers sigraði 76-67 og skoraði Helgi Freyr 4 stig.   

Damon Johnson hafði hægt um sig þegar lið hans L’Hospitalet tók á móti C.B. Tarragona 2016 í LEB deildinni á Spáni. Heimamenn sigruðu 89-76 eftir jafnan fyrri hálfleik. Damon skoraði 9 stig.  

Chemnitz 99 (16-5) tók KICKZ Munchen Basket í bakaríið um helgina á heimavelli og sigraði 101-65. Mirko Virijevic skoraði 5 stig fyrir Chemnitz.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

   

Fréttir
- Auglýsing -