spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jakob og Logi með sigra

Molar að utan: Jakob og Logi með sigra

7:09

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 4 stig þegar Gestiberica Vigo (12-22) sigraði Beirasar Rosalia á útivelli 85-74. Það dugði þó Vigo ekki til að lyfta sér úr næst neðsta sætinu en þeir eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli í úrslitakeppninni. Liðið hefur verið á skriði undan farið og því aldrei að vita hvað gerist.

 

Koma Loga Gunnarsson til Gijon(13-21) hefur greinilega haft góð áhrif á liðið því í gærkvöldi sigraði liðið annan leik sinn í röð og enda því í þriðja neðsta sæti sem gefur þeim meiri möguleika í úrslitakeppni um fall. Gijon sigraði Ricoh Manresa á úitvelli 77-75 í leik þar sem Logi skoraði 2 stig og tók 3 fráköst. 

6 stig lágu hjá Pavel Ermolinskij í tapleik Axarquia (14-20) gegn Plasencia-Galco 74-86 á heimavelli. Þar með endar Axarquia í 14. sæti LEB2 deildarinnar. 

L’Hospitalet (16-18) sem Damon Johnson leikur með í LEB deildinni sótti ekki gull í greipar Ford Burgos og tapaði 81-92 á útivelli. Damon skoraði 12 stig og tók 5 fráköst.

 

 

[email protected]

 

 

Mynd: www.ciudaddevigobasquet.com

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -