spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Jakob og félagar komnir á botninn

Molar að utan: Jakob og félagar komnir á botninn

21:40

{mosimage}

Gestiberica Vigo (5-19) tapaði í gær á heimavelli fyrir varaliði Real Madrid og þar með höfðu liðin sæta skipti og Vigo því komnir á botn LEB2 deildarinnar. Leikar fóru 54-70 í dag og var Jakob Örn Sigurðarsson í byrjunarliði Viogo og skoraði 5 stig. Pavel Ermolinskij skoraði 5 stig og tók 4 fráköst þegar lið hans Axarquia (11-12) sigraði Cai Huesca la Magia á útivelli 79-69 í gær. Logi Gunnarsson var á skýrslu en lék ekki með ToPo (21-16) í dag þegar liðið tók á móti Tampereen Pyrinto og sigraði 91-79. Sporting Athens (16-3) heldur þægilegri stöðu á toppi grísku A2 deildarinnar en í dag sigraði liðið AO P. Falirou 77-75. Darrel Lewis skoraði 20 stig en hann lék allan leikinn. 

Glostrup (1-16), sem Kevin Grandberg þjálfar og leikur með, tók í dag á móti næstneðsta liði dönsku 1. deildarinnar, Solrød og tapaði 75-85 og situr því sem fastast á botni deildarinnar og virðist fátt geta bjargað þeim frá falli.

[email protected]

Mynd: www.ciudaddevigobasquet.com

Fréttir
- Auglýsing -