spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Darrel og félagar nær sæti í efstu deild

Molar að utan: Darrel og félagar nær sæti í efstu deild

9:54

{mosimage}

Sigurganga Sporting Athens (14-3) heldur áfram í grísku A2 deildinni. Í gær sigraði liðið Xanthi á útivelli 94-80 og var Darrel Lewis stigahæstur Sporting manna með 27 stig auk þess að taka 11 fráköst

Það gengur ekki jafnvel hjá L’Hospitalet (11-10) sem Damon Johnson leikur með. Liðið heimsótti Tenerife Rural í LEB deildinni í gær og tapaði 68-79 þar sem jafnræði var með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða hrundi leikur L’Hospitalet. Damon átti ágætan leik og skoraði 17 stig en liðið er í 9. sæti deildarinnar. Chemnitz 99 (14-4) tapaði illa fyrir USC Freiburg á útivelli í gær en liðið á í mikilli baráttu við POM baskets Jena og Kaiserslautern um sæti í Bundesligan. Leikar fóru 92-86 í Freiburg og skoraði Mirko Virijevic 4 stig og tók 6 fráköst. Það má með sanni segja að andrúmsloftið í BC Boncourt sé léttara nú eftir jólin, liðið tók á móti BBC Monthey í gær og sigraði 62-58 og er komið í 6. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar. Því miður hefur tölfræði úr leiknum ekki borist. 

Kevin Grandberg og lærisveinar hans tóku á móti toppliði dönsku 1. deildarinnar, AUS og töpuðu 81-92 og eru sem fyrr á botni deildarinnar.

[email protected]

Mynd: www.legaduebasket.it

Fréttir
- Auglýsing -