spot_img
HomeFréttirMolar að utan: Annað tap Roma í röð

Molar að utan: Annað tap Roma í röð

21:32

{mosimage}

Lottomatica Roma (19-11) tapaði sínum öðrum leik í röð í dag þegar liðið heimsótti Angelico Biella og tapaði 71-75. Jón Arnór Stefánsson lék í 14 mínútur og skoraði 4 stig auk þess að hirða 4 fráköst.

Sporting Athens (20-6) eru í nokkuð góðum málum á toppi grísku A2 deildarinnar en þeir sigruðu Aons Milon á útivelli í gær 69-62. Darrel Lewis var funheitur og skoraði 28 stig auk þess að taka 7 fráköst. 

Chemnitz 99 (18-11) tapaði á útivelli í gær fyrir toppliði POM baskets Jena 73-78 og situr sem fastast í 5. sæti suðurriðils þýsku 2. deildarinnar. Mirko Virijevic skoraði 8 stig og tók 5 fráköst.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -