In-the-game.org er körfuboltavefsíða sem sérhæfir sig í tölfræði evrópska boltans. Þar hefur verið tekin saman ítarleg tölfræði yfir helstu leikmenn keppninnar. Þar er áhugavert að bera saman tölfræði bakvarða liðanna og þá einna helst þá sem spila nú í NBA deildinni.
Þar sjáum við að Tony Parker skapar mest fyrir sjálfan sig eða 80% allra skota sem hann tekur eru án stoðsendingar. José Calderón hins vegar þiggur mun meiri aðstoð eða 44,4% af skotum hans koma af stoðsendingum. Goran Dragic er með fáránlega hátt stoðsendingahlutfall upp á 45,6% sem þýðir að tæplega 46% sókna sem spilaðar eru á meðan hann er inni á vellinum enda með körfu sem hann matar með stoðsendingu. Ricky Rubio er einnig með frekar hátt stoðsendingahlutfall eða 26,4% og matar þá einna helst leikmenn við hringinn eða fyrir utan þriggja stiga línuna.
Parker og Calderón eru hins vegar skilvirkastir í sínum sóknum og skila 1,095 og 1,103 stigum per sókn.