Axel Kárason og félgar í Værlöse heimsóttu SISU í dönsku úrvalsdeildinn í gær og unnu góðan útisigur 79-78 þar sem lokakarfan var skoruð um leið og lokaflautið gall.
Heimamenn í SISU leiddu lengst af í leiknum en gestirnir jöfnuuðu þegar lítið var eftir. Þegar 0,5 sekúndur voru eftir og staðan jöfn fékk SISU tvö víti. Damon Smith klikkaði á fyrra en hitti úr seinna og Værlöse tók leikhlé. Þeir fengu því innkast á sóknarvelli til móts við þriggja stigalínu, einu stigi undir og 0,5 sekúndur eftir. Peter Möller tók innkastið og gaf „alley oop“ sendingu á Justin Baker sem var frír eftir góða hindrun Axels Kárasonar og Baker lagði boltann ofan í og tryggði Værlöse góðan sigur.
Þetta er annar sigur Værlöse á nýja árinu og er liðið nú komið úr fallsæti. Axel var sem fyrr í byrjunarliði Værlöse, lék í 37:55 mínútur og skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Auk þess vakti hann athygli á því í stuttu spjalli við karfan.is að hann hafi einungis fengið eina villu í leiknum.
Hér má sjá myndbrot af lokasekúndum leiksing og glæsilega sigurkörfu Justin Baker: