spot_img
HomeFréttirMitchell þjálfari ársins í NBA deildinni

Mitchell þjálfari ársins í NBA deildinni

19:15 

{mosimage}

 

 

Sam Mitchell, þjálfari Toronto Raptors var í dag útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni en hann hefur náð góðum árangri með liðið í vetur og m.a. fær félaginu 47 sigurleiki á tímabilinu sem er metfjöldi sigurleikja hjá Raptors. Mitchell sagði fyrir vikið að þetta væri honum mikill heiður og að orð fengju ekki lýst hversu mikla þýðingu þetta hefði fyrir sig.

 

Sá sem er útnefndur þjálfari ársins í deildinni hlýtur Red Auerbach bikarinn og fékk Mitchell 49 atkvæði í fyrsta sætið en næstur honum var þjálfari Utah Jazz, Jerry Sloan.

 

Mitchell á að baki 13 ára feril sem leikmaður í NBA deildinni en var ráðinn sem þjálfari til Raptors þann 29. júní 2004. Samningi Mitchell við Raptors lýkur að yfirstaðinni þessari leiktíð en aðalstjarna Raptors, Chris Bosh, sagði í samtali við fréttamenn fyrr í þessum mánuði að þjálfarinn ætti skilið að fá nýjan samning hjá félaginu. ,,Spurningin í kringum Sam var ávallt sú hvort hann væri maðurinn til að færa Raptors sigra og það hefur hann gert,” sagði Bosh.

 

Útnefningin hefur mikla þýðingu fyrir Mitchell en þessa stundina eru hans menn 1-0 undir í rimmunni gegn New Jersey og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Þjálfari ársins í NBA deildinni hlýtur að standa undir nafni og galdra eitthvað fram úr erminni fyrir kvöldið.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -