Íslendingarnir þrír í Spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta áttu allir að hefja leik í gær. Þó var leik Tryggva Snæs Hlinasonar og félaga í Zaragoza frestað vegna Covid-smits innan herbúða Zaragoza.
Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans í Morabanc Andorra unnu þægilegan sigur á Ucam Murcia 84 – 66. Haukur byrjaði leikinn og spilaði rúmar 5 mínútur. Honum tókst á þeim að gera 9 stig.
Martin Hermannsson átti hins vegar mjög slæman dag fyrir lið Valencia Basket sem tapaði naumlega fyrir Baskonia. Baskonia settu niður sigurkörfu með 1 sekúndu á klukkunni. Martin skoraði 0 stig á 13 mínútum en gaf 2 stoðsendingar. Ekki óskabyrjun hjá Martin sem komst aldrei í takt við leikinn. Gengur bara betur næst.