Njarðvíkingar hafa landað Mirko Stefán Virijevic miðherjanum síunga sem lék nú síðast með KFÍ sem féll í 1.deild. Mirko skilaði fínum tölum fyrir vestan í vetur þegar hann setti niður 21 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik. Þar með hafa Njarðvíkingar styrkt teig sinn nokkuð vel fyrir átökin næsta vetur. “Þetta er fengur fyrir okkur og styrkir ennfrekar sterkan hóp sem fyrir var hjá okkur.” sagði Gunnar Örlygsson formaður KKd. UMFN í samtali við Karfan.is nú í kvöld.