spot_img
HomeFréttirMinnesota Timberwolves völdu Karl Anthony Towns

Minnesota Timberwolves völdu Karl Anthony Towns

Nýliðavalið í NBA deildinni fór fram í nótt og kom ýmislegt á óvart þar. Karl Anthony Towns fór til Minnesota Timberwolves eins og við var búist. Lakers hins vegar völdu bakvörðinn D'Angelo Russell eins og orðrómurinn í deildinni var farinn að gefa til kynna, en Jahlil Okafor var valinn nr. 3 af 76ers.

 

Það vakti furðu margra að New York Knicks tóku Lettann Kristaps Porzingis við lítinn fögnuð viðstaddra Knicks stuðningsmanna. Super-Mario Hezonja endaði svo hjá Orlando Magic.

 

Margar getgátur eru um hvort eitthvað af þessum drengjum sem valdir voru í efstu sætum verði sendir svo eitthvað annað áður en deildin hefst. Lakers gætu verið að vinna að skiptum til að ná í DeMarcus Cousins og val þeirra á Russell partur af því. Sacramento völdu varnartröllið Willey Cauley-Stein og verður forvitnilegt að sjá hann við hlið Cousins í Sacramento ef ekkert verður úr skiptunum.

 

Porzingis verður í New York ef eitthvað er að marka viðtal við Phil Jackson í gær en hann sagði að Lettinn væri verkefni sem myndi taka tíma. Kostirnir væru einfaldlega of miklir til að hafna, auk þess sem hugarfar hans hafi heillað stjórnendur liðsins.

 

Fimmtán efstu sætin fóru á þessa leið: 

1. Minnesota Timberwolves – Karl Anthony Towns
2. Los Angeles Lakers – D'Angelo Russell
3. Philadelphia 76ers – Jahlil Okafor
4. New York Knicks – Kristaps Porzingis
5. Orlando Magic – Mario Hezonja
6. Sacramento Kings – Willey Cauley-Stein
7. Denver Nuggets – Emmanuel Mudiay
8. Detroit Pistons – Stanley Johnson
9. Charlotte Hornets – Frank Kaminsky
10. Miami Heat – Justise Winslow
11. Indiana Pacers – Myles Turner
12. Utah Jazz – Trey Lyles
13. Phoenix Suns – Devin Booker
14. Oklahoma City Thunder – 
15. Atlanta Hawks (til Washington Wizards) – Kelly Oubre

 

Fréttir
- Auglýsing -