Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 25. október.
Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina
Áður birt:
11. sæti – New Orleans Pelicans
Minnesota Timberwolves
Heimavöllur: Target Center
Þjálfari: Tom Thibodeau
Helstu komur: Kris Dunn, Brandon Rush.
Helstu brottfarir: Tayshaun Prince.
Minnesota Timberwolves eiga mjög stórann hóp áhugamanna hér á landi sem fylgjast með Úlfavaktinni svokölluðu sem að á hverju ári á að vera mest spennandi liðið í deildinni. Ég hef sjaldan verið á þeirri lest, en í ár gæti það bara verið rétt. Liðið er troðfullt af ungum og spennandi leikmönnum, með nýjann þjálfara sem hefur sannað sig sem einn sá besti í NBA deildinni. Ég er samt á því að þetta lið sé einum vetri frá úrslitakeppninni.
Styrkleikar liðsins eru gríðarlega íþróttamennska, Andrew Wiggins, KAT og Zach LaVine eru allir frábærir íþróttamenn, þjálfarinn Tom Thibodeau er frábær þjálfari og Timberwolves hafa líka verðandi (eða kannski bara núverandi) stórstjörnu í Towns sem að ætti að taka stökkið í það að verða einn allra besti leikmaður deildarinnar strax á þessu tímabili. Veikleikarnir eru lítil reynsla og lítil breidd. Auk þess sem að bakverðir liðsins eru engar stórskyttur, ekki gott því að sóknarleikur liða Thibs hefur ekki alltaf verið áferðafallegur.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik.
PG – Ricky Rubio
SG – Zach LaVine
SF – Andrew Wiggins
PF – Karl-Anthony Towns
C – Gorgui Dieng
Gamlinginn: John Lucas III (33), leikstjórnandi sem mun ekki fá að spila mikið.
Fylgstu með: Karl-Anthony Towns, ótrúlegur leikmaður sem er samt kornungur og gæti bætt sig mikið.
Spá 40-42 – 10. sæti