Minnesota Lynx eru WNBA meistarar 2011 eftir 3-0 sigur á Atlanta Dream í úrslitum deildarinnar. Seimone Agustus var valin besti leikmaður úrslitanna en hún gerði 16 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í þriðja leiknum þar sem Lynx tryggðu sér titilinn.
Úrslit leikjanna:
Leikur 1: Minnesota 88-74 Atlanta
Leikur 2: Minnesota 101-95 Atlanta
Leikur 3: Minnesota 73-67 Atlanta
Tæplega 12.000 manns sóttu þriðja og síðasta leikinn en 1500 miðar voru keyptir af félögum í Atlanta, þ.e. Atlanta Falcons, Atlanta Braves og Atlanta Hawks og voru það liðsmenn kvennaliðs Atlanta Dream sem dreifðu miðunum endurgjaldslaust til stuðningsmanna sinna fyrir leik.
Mynd/ Seimone Agustus var valin besti leikmaður úrslitanna 2011.