spot_img
HomeFréttirMing verður ekki í Stjörnuleiknum

Ming verður ekki í Stjörnuleiknum

14:19 

{mosimage}

 

(Ming í leik með kínverska landsliðinu) 

 

Miðherjinn Yao Ming sem leikur fyrir Houston Rockets í NBA deildinni segir að hann muni ekki taka þátt í Stjörnuleik NBA deildarinnar í ár en hann er fótbrotinn og hefur ekkert leikið með Rockets á þessu tímabili síðan 23. desember. Búist er við því að Ming hefji æfingar helgina 16.-18. febrúar en það er einmitt Stjörnuleikshelgin í Bandaríkjunum eða sama helgi og úrslitaleikirnir í Lýsingarbikarkeppninni hér heima fara fram í Laugardalshöll.

 

Yao Ming er sá leikmaður í NBA deildinni sem fengið hefur flest atvkæði til þátttöku í Stjörnuleik NBA en eins og sakir standa þá hefur hann fengið tæpa 1,8 milljón atkvæða og jafnan er mikil spenna í heimalandi hans Kína fyrir Stjörnuleiknum. Ming var fyrstur í fyrra til þess að vera valinn í Stjörnuleikinn.

 

Ming meiddist á annarri stóru tá í fyrra og var frá langan hluta úr því tímabili og hefur mörgum þótt um of fjarvera hans frá vellinum.

Fréttir
- Auglýsing -