spot_img
HomeFréttirMiklar breytingar milli leikja hjá Tyrklandi - Cedi Osman og Shane Larkin...

Miklar breytingar milli leikja hjá Tyrklandi – Cedi Osman og Shane Larkin ekki með

Ísland tekur annað kvöld kl. 19:30 á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025.

Fyrir leikina tvo tilkynnti Tyrkland 16 leikmenn. Reglum samkvæmt notuðu þeir 12 af þeim leikmönnum í tapi sínu gegn Ítalíu síðasta fimmtudag. Fyrir leik morgundagsins hafa þeir svo valið 12 leikmenn sem komnir eru til Íslands til þess að leika á morgun. Þá má sjá á myndinni hér fyrir ofan, en samkvæmt færslu á samfélagsmiðlum þeirra munu þeir gera þrjár breytingar frá leiknum gegn Ítalíu.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Samkvæmt tyrkneska sambandinu munu leikmenn Anadolu Efes Erkan Yilmaz og Shane Larkin, Yiğitcan Saybir frá Tofas og Cedi Osman leikmaður Panathinaikos allir vera frá vegna meiðsla og fyrir utan hóp í þessum síðasta leik undankeppninnar.

Hópinn má sjá hér fyrir neðan með nöfnum þeirra leikmanna sem frá eru vegna meiðsla yfirstrikuð:

Ercan OsmaniAnadolu Efes
Erkan YılmazAnadolu Efes
Deshane Davis LarkinAnadolu Efes
Şehmus HazerBahçeşehir Koleji
Furkan HaltalıBahçeşehir Koleji
Furkan KorkmazBahçeşehir Koleji
Kenan SipahiBahçeşehir Koleji
Yiğit Arslan Beşiktaş Fibabanka
Sarper David MutafBursaspor Yörsan 
Sadık Emir KabacaGalatasaray
Muhsin YaşarKarşıyaka
Yiğitcan SaybirTofaş
Emre Melih Tunca Türk Telekom 
Erten Gazi Dinamo Sassari / Ítalíu
Onuralp BitimFC Bayern Munchen / Þýskaland
Cedi OsmanPanathinaikos / Grikkland


Fréttir
- Auglýsing -