spot_img
HomeFréttirMikilvægur leikur Íslands gegn Hollandi í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 20:00...

Mikilvægur leikur Íslands gegn Hollandi í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 20:00 í kvöld

Ísland tekur á móti Hollandi kl. 20:00 í Ólafssal í kvöld í lokaleik sínum í fyrri hluta undankeppni HM 2023. Samkvæmt fréttum er orðið uppselt á leikinn, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Ísland var í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi upphaflega. Leikið er heima og að heiman. Nú í maí eftir tvo landsliðsglugga af þrem í fyrstu umferð riðlakeppninnar varð það ljóst að FIBA útlokaði Rússland frá frekari þátttöku í keppninni og öll önnur rússnesk lið sem þýðir að hin liðin þrjú (Ítalía, Ísland og Holland) eru komin áfram í keppninni og í aðra umferð sem hefst í ágúst. Þá munu tveir og tveir riðlar fara saman í einn með samtals sex liðum og stigin fara með liðunum sem þau fengu í fyrri umferðinni.

Liðin sem blandast við okkar riðil verða Spánn, Georgía sem eru tryggð nú þegar og svo annað hvort Úkraína eða Norður-Makedónía (þrjú af fjórum í G-riðli) og mynda nýjan sex liða L-riðil. Þrjú þessara liða eftir aðra umferð leika á HM næsta sumar (eftir gluggan í febrúar 2023). Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.

Hérna er heimasíða mótsins

Fréttir
- Auglýsing -