Elvar Már Friðriksson og Maroussi lögðu Panionios með minnsta mun mögulegum í grísku úrvalsdeildinni í dag, 65-64.
Á tæpum 26 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 13 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu, en hann var bæði næst stiga- og framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum. Þá steig hann upp fyrir liðið í lokaleikhlutanum og setti 9 af sínum 13 stigum á lokamínútunum.
Elvar Már og Maroussi eru eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 20 stig.