spot_img
HomeFréttirMikilvæg reynsla fyrir íslenska liðið þrátt fyrir tap

Mikilvæg reynsla fyrir íslenska liðið þrátt fyrir tap

Það voru tæplega 1200 manns sem lögðu leið sína í Laugardalshöll í kvöld þar sem íslenska kvennalandsliðið mætti því slóvenska í undankeppni Evrópukeppninnar 2017. Haft er eftir fróðum mönnum innan KKÍ að það sé það mesta á kvennalandsleik í manna minnum. 

 

Íslenska liðið virtist utan við sig í upphafi leiks og fann sig hvorki í sókn né vörn. Þær slóvensku náðu 10 stiga forystu 2-12 þar til Gunnhildur Gunnarsdóttir setti niður þrist til að minnka muninn í 7 stig. Við það hrukku þær íslensku í gang en náðu aldrei að minnka muninn frekar fram að hálfleik.

 

Birna Valgarðsdóttir var heiðruð af KKÍ í hálfleik fyrir 76 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1995-2009 og henni afhentur blómvöndur af Hannesi Jónssyni formanni KKÍ.

 

10-0 sprettur hjá Íslandi í upphafi seinni hálfleiks kom jafnaði stöðuna töluvert. Þar voru íslensku körfuknattleikskonurnar skynsamar í sókn og harðar í vörn auk þess sem Slóvakar gerður sig seka um dýr mistök. Munurinn varð minnstur 3 stig, 43-46 í lok þriðja hluta og spennandi leikur innan seilingar. 

 

Þegar líða fór á seinni hálfleik fór að bera á þreytu í íslenska liðinu – að því er virtist. Slóvakar fengu að spila full fastan leik í vörn og mikið hafði dregið úr liðinu að elta allan leikinn. Sóknarleikur íslenska liðsins leið fyrir það fór mistökunum að fjölga og skotin hætt að detta.

 

Slóvakía innsiglaði loks óþarflega öruggan 17 stiga sigur 55-72. 

 

Helena Sverrisdóttir skoraði 16 stig, tók 6 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hún var ekki að finna sig almennilega í sóknarleiknum þrátt fyrir það því hún endaði með 8 tapaða bolta og gefur það einhvern vitnisburð um hörkuna í varnarleik Slóvaka. Pálína Gunnlaugsdóttir var grimm í sókn og vörn en hún skoraði 14 stig og tók 5 fráköst. Sóknarleikur Íslands var annars fremur bitlaust en Sigrún Sjöfn og Sandra Þrastardóttir áttu góða spretti.

 

Gunnhildur Gunnarsdóttir meiddist snemma í 2. leikhluta. Fór lenti illa eftir gegnumbrot og fór úr axlarlið en small aftur í lið jafnóðum. Hún fór stuttu síður út af og spilaði ekki meir í leiknum. 

 

Þrátt fyrir að Ísland hafi tapað þessum fyrstu 2 leikjum sínum í undankeppni EM kvenna 2017 verður að velta upp því jákvæða sem þessir leikir færa okkur. Hér eru stúlkurnar okkar að mæta þeim bestu í Evrópu og munu einungis bæta sig meira og meira með hverjum leiknum. Það að þær séu að standa í konum sem hafa atvinnu af því að spila körfubolta í þessum leikjum eitt og sér er mikið afrek. Þetta er enn verk í vinnslu og sigrarnir koma með tíð og tíma.

 

Ungverjaland og Slóvakía eru efst í E-riðli með tvo sigurleiki hvort en Ísland og Portúgal liggja á botninum með tvo tapleiki hvort.

 

Tölfræði leiks.

 

Myndasafn:  Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -