spot_img
HomeFréttirMikill og góður efniviður að koma inn í liðið

Mikill og góður efniviður að koma inn í liðið

Meiðsli eru að hrjá Njarðvíkinga í upphafi leiktíðar en Logi Gunnarsson hvílir nú eftir álag landsliðsverkefnisins auk þess sem Stefan Bonneau sem liðið hafði samið við í sumar er einnig meiddur og nýr erlendur leikmaður á leið til Njarðvíkur.  Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga fer yfir málin með Karfan.is.

 

Leikmannahópurinn:

Númer

Nafn

Leikstaða

Hæð

Þyngd

Fæðingardagur

 

Hjalti Friðriksson

Framherji

200 cm

26-02-1989

 

Ólafur Helgi Jónsson

Framherji

192 cm

29-07-1992

 

Oddur Birnir Pétursson

Framherji

190 cm

10-11-1993

5

Marquis Simmons

Miðherji

6

Hilmar Hafsteinsson

Bakvörður

186 cm

70 kg

09-01-1991

7

Sigurður Dagur Sturluson

Bakvörður

186 cm

15-06-1994

8

Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson

Bakvörður

27-06-1998

9

Snjólfur Marel Stefánsson

Framherji

04-06-1998

10

Jón Arnór Sverrisson

Bakvörður

11-04-1998

11

Adam Eiður Ásgeirsson

Bakvörður

27-07-1998

12

Hermann Ingi Harðarson

Bakvörður

08-07-1998

12

Atli Karl Sigurbjartsson

Bakvörður

07-08-1997

13

Maciej Stanislav Baginski

Framherji

195 cm

06-04-1995

14

Logi Gunnarsson

Bakvörður

190 cm

84 kg

05-09-1981

14

Gabríel Sindri Möller

Bakvörður

182 kg

24-04-1999

15

Hjörtur Hrafn Einarsson

Framherji

193 cm

100 kg

04-01-1989

 

 

Komnir:
Hjalti Friðriksson –  frá ÍR
Hilmar Hafsteinsson –  Kemur frá ÍG
Sigurður Dagur Sturluson –  Kemur frá Stjörnunni

Stefan Bonneau, meiðsli

Farnir:
Snorri Hrafnkelsson í KR
Ágúst Orrason í Keflavík
Magnús Traustason í Keflavík
Ragnar Helgi Friðriksson er á venslasamningi hjá Þór Akureyri.
Mirko Vijervic – Höttur

 

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Leikmenn voru duglegir að lyfta og skjóta í sumar en meiðsli og skipti á bandarískum leikmanni breyttu plönum á undirbúningstímabilinu. Við nýttum tækifærið og leyfðum ungum leikmönnum félagsins að spreyta sig. Mikill og góður efniviður að koma inn í liðið sem þarf tíma að læra inn á deild þeirra bestu.
 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Það hafa átt sér stað breytingar á síðustu vikum með meiðslum Stefan Bonneau sem þýddi leit að öðrum bandarískum leikmanni og svo hefur Logi Gunnarsson ekkert verið með liðinu á undirbúningstímabilinu, smá hnjask eftir landsliðsævintýrið sem tók sinn toll, eðlilega. Við Njarðvíkingar erum hins vegar afar stoltir af okkar manni og sýnum honum þolinmæði. Við vissum nákvæmlega hvað vorum að fá með Stefan en bíðum aðeins með frekari vangaveltur þar til að nýr maður hefur aðlagast liðinu.

Við erum því aðeins á eftir með áveðna hluti en erum ekkert að stressa okkur eða láta það flækjast fyrir okkur. Við verðum betri eftir því sem líður á.

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
KR er með mestu reynsluna, landsliðsmenn í öllum leikstöðum og einn besta bandaríska leikmann deildarinnar síðustu tímabil. Auðvelt að segja að liðið eigi að vera við toppinn.

Tindastóll hefur tjaldað miklu til á þjálfara og leikmannamarkaði og verður sterkur í vetur, liðið var frábært á síðasta tímabili. Gaman að fá finnska þjálfara í deldina, körfuboltinn verið á mikilli uppleið í Finnlandi og mér líkar vel við Finna, það eru toppmenn. Hef heyrt góða hluti af Pieti Piokola.

Stjarnan er með mjög gott lið, eru með einn litríkasta, skemmtilegasta og besta leikmann deildarinnar í Justin Shouse og svo sýnist mér að Hrafni hafa tekist að finna flottan bandarískan leikmann, líst vel á það sem ég hef séð frá honum. Stjarnan er til alls líkleg.

Önnur lið koma svo þarna á eftir, fyrirfram talið sjáið til, það vinnst ekkert á pappírum og það þarf að mæta út á völl og spila leikina.

Fréttir
- Auglýsing -