spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Miðasala hafin á leik Íslands og Spánar

Miðasala hafin á leik Íslands og Spánar

Ísland á næstu leiki í undankeppni EuroBasket 2023 núna í febrúar. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember fyrir rúmu ári síðan.

Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo heima gegn Spáni þann 12. febrúar.

Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV2.

Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik og kemur svo heim 10. febrúar og undirbýr sig fyrir seinni leikinn í Laugardalshöll. Spænska landsliðið er eitt það sterkasta um þessar mundir og eru íslenskir körfuknattleiksaðdáendur hvattir til að sjá þær etja kappi við Ísland í Höllinni.
   
Landsleikurinn gegn Spáni hefst kl. 19:45 þann 12. febrúar í Höllinni og er miðasala hafin í gegnum Stubb.

Hérna er heimasíða keppninnar

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -