Ísland á heimaleik í nóvember 2022 gegn Georgíu föstudaginn 11. nóvember í annari umferð WorldCup 2023 Qualifiers keppni FIBA. Leikið verður í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður sýndur beint á RÚV2. Seinni leikur liðsins í þessum nóvember-glugga verður gegn Úkraínu og fer hann fram í Riga í Lettlandi 14. nóvember og verður hann einnig sýndur beint á RÚV2.
Ísland hefur líklega aldrei átt betri möguleika á að komast áfram í lokakeppni heimsmeistaramóts, þar sem liðið er sem stendur í 3. sæti L riðils, en úr honum fara 3 lið af 6 á lokamótið. Leikir Íslands í þessum lokariðil undankeppninnar þó nokkrir og mikilvægt fyrir liðið að ná í úrslit í einhverjum þeirra ætli þeir sér að komast á lokamót HM 2023.
Miðasala er hafin á Stubb (ath öll miðasala fer eingöngu fram þar), en tekið er fram að takmarkað magn miða verður í boði á leikinn. Miðaverð fyrir fullorðna er 2500 kr. á meðan að 15 ára og yngri þurfa að greiða 1000 kr. fyrir miða.
KKÍ korthafar geta sótt til og með 25. október. Eftir það verða engin KKÍ-kort í gildi fyrir leikinn.
Allar nánari upplýsingar er að finna hér
Hérna er heimasíða undankeppninnar
Hér fyrir neðan má sjá leiki Íslands sem eftir eru í annarri umferð undankeppninnar:
Nóvember 2022:
ÍSLAND-GEORGÍA | 11. nóvember (heima) |
ÚKRAÍNA-ÍSLAND | 14. nóvember (úti) |
Febrúar 2023:
ÍSLAND-SPÁNN | 23. febrúar (heima) |
GEORGÍA-ÍSLAND | 26. febrúar (úti) |