Dregið verður í riðla á lokamóti EuroBasket 2025 þann 27. mars og mun miðasala fara af stað fljótlega eftir það. Mun þetta verða einhvern tímann milli 27.-30. mars og verður tilkynnt um það sérstaklega.
Íslendingar munu hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm daganna eftir að salan fer í gang, er það vegna þess að Ísland er co-host með Pólverjum. Leikdagar eru 28., 30., 31. ágúst sem og 2. og 4. september. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðaratíma, Pólverjar leika alltaf síðasta leik dagsins.
Ef þannig fer að Ísland leiki við Pólland laugardaginn 30. ágúst verða einungis 1.500 miðar í boði fyrir Íslendinga, kemu það endanlega í ljós eftir að dregið verður í riðlanna hvaða dag strákarnir okkar leika við Pólland. Alla aðra leiki munum við hafa yfir 2.577 miða í það minnsta sem verða fyrir aftan bekk Íslands.
Verða þrjú verðsvæði í boði og skiptist það svona:
Svæði 1 – 95 evrur
Svæði 2 – 75 evrur
Svæði 2 – 50 evrur