Íslandsmeistarar Vals hafa samið við Micheline Mercelita umað leika með liðinu í Dominos deild kvenna.
Mercelita spilaði í Svíþjóð fyrir áramót með Visby og var með 5,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali á 25,1 spiluðum mínútum í leik í sænsku úrvalsdeildinni.
Micheline Mercelita lék í tvö ár með háskólaliðinu Texas–Rio Grande Valley, áður en hún skipti yfir í Midwestern State University þar sem hún spilaði tvö síðustu ári sín í háskólaboltanum.