Bakvörður Breiðabliks í Subway deildinni Michaela Kelly hefur samið við Indiana Fever í WNBA deildinni um að fara til liðsins þegar að æfingabúðir þeirra hefjast nú í vor.
Michaela hefur verið góð fyrir Blika það sem af er tímabili, skilað 29 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum á að meðaltali 37 mínútum í leik.
Samkvæmt heimildum Körfunnar er það óljóst nákvæmlega hvenær Michaela mun fara frá Breiðablik á tímabilinu, en það verði í fyrsta lagi eftir VÍS bikarkeppnina 16.-20. mars, þar sem að Breiðablik mun leika til undanúrslita gegn Snæfell.
Michaela var á sínum tíma valin af Connecticut Sun með 21. valrétt WNBA nýliðavalsins í 2021, en hefur síðan leikið bæði í Tyrklandi og á Íslandi.