spot_img
HomeFréttirMiami tryggði sér oddaleik gegn Toronto

Miami tryggði sér oddaleik gegn Toronto

Miami Heat jafnaði í nótt undanúrslitaseríuna sína gegn Toronto Raptors á austurströnd NBA deildarinnar. Miami lagði Toronto 103-91 og því þarf oddaleik til að skera úr um hvort liðið mæti LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í úrslitum austurstrandarinnar.

Bæði Miami og Toronto komust upp úr 8-liða úrslitum eftir oddaleik, Miami gegn Charlotte Hornets og Toronto gegn Indiana Pacers. Cleveland sem bíður annars hvors liðsins í úrslitum er hinsvegar eina liðið í úrslitakeppni NBA um þessar mundir sem ekki hefur tapað leik, fóru 4-0 í gegnum Detroit og Atlanta.

 

Goran Dragic fór fyrir Heat í nótt með 30 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar en Kyle Lowry var stigahæstur hjá Tornoto með 36 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. 

 

Staðan í úrslitakeppni NBA

 

Mynd/ sun-sentinel.com/ Dragic var drjúgur í sigri Heat í nótt.

Fréttir
- Auglýsing -