spot_img
HomeFréttirMiami og Toronto komust áfram

Miami og Toronto komust áfram

Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Miami Heat og Toronto Raptors komust áfram í undanúrslit á austurströndinni en Golden State tók 1-0 forystu í undanúrslitum gegn Portland. 

Miami 106-73 Charlotte

Miami vann seríuna 4-3

Goran Dragic gerði 25 stig, tók 6 fráköst og var með 4 stoðsendingar í liði Heat. Hjá Hornets var Frank The Tank Kaminsky með 12 stig og 6 fráköst. 

 

Toronto 89-84 Indiana

Toronto vann seríuna 4-3

DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Portland með 30 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar en Paul George var með 26 stig og 12 fráköst í liði Indiana. 

 

Golden State 118-106 Portland

Golden State 1-0 Portland

Draymon Green klukkaði inn þrennu í nótt með 23 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar og Klay Thompson bauð upp á 7-14 í þristum með 37 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá var Damian Lillard með 30 stig og 5 stoðsendingar hjá Portland. 

Fréttir
- Auglýsing -