spot_img
HomeFréttirMiami Meistari: Molar

Miami Meistari: Molar

 Shaq og Wade
 Shaq og Wade….góðir vinir !

Mikið er talað um nú hvort þau skipti hjá Los Angeles Lakers hafi verið góð fyrir liðið eins og þau áttu nú að vera á sínum tíma. Uppúr sauð á milli þeirra félaga Shaq og Kobe Bryant og því fór þannig að Shaq var skipt til Miami. Spurningin er hvort ekki hefði verið viturlegra að skipta Kobe fyrir Wade ? Allavega hefur Shaq ekki átt í neinni "valda baráttu" við Wade og eins og flestir vita endaði það með titili til Miami eins og Shaq lofaði við undirskrift hjá liðinu. Shag lét hafa eftir sér í viðtali að ein aðal ástæða hans að hafa komið til Miami hafi einmitt verið Dwayne Wade

Gary Payton sem hefur verið einn af stór stjörnum NBA síðari ára fór í úrslitaviðureignirnar með þremur liðum áður en hann vann loksins titilinn með Miami. Hin tvö liðin eru Seattle og Los Angeles.

Pat Riley hefur tilt sér í þriðja sæti yfir þjálfara sem hafa unnið flesta titla í NBA. Hann hefur nú unnið til 5 slíkra, einum meira en John Kundla. Efstir og jafnir með 9 hringi eru Red Auerbach og Phil Jackson.

Alonzo Mourning spilaði 13 tímabil, lagði skóna á hilluna tvisvar og var greindur með nýrna sjúkdóm áður en hann náði sínum fyrsta titli. Vel að þessu kominn sá stóri !

Fréttir
- Auglýsing -