spot_img
HomeFréttirMiami komnir í 2-1

Miami komnir í 2-1

Miami Heat er komið í 2-1 í úrslitum NBA deildarinnar eftir 91-85 sigur á Oklahoma í nótt. Leikurinn var sá fyrsti á heimavelli Miami og næsti leikur, annað kvöld, fer einnig fram í American Airlines Arena.
Oklahoma minnkaði muninn í 86-85 þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka en gestirnir fóru illa að ráði sínu og Miami gerði næstu fimm stig og leiða því 2-1 í einvíginu.
 
LeBron James gerði 29 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Miami og Dwyane Wade bætti við 25 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. Chris Bosh var svo með 10 stig og 11 fráköst.
 
Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 25 stig og 6 fráköst og Russell Westbrook gerði 10 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
 
Eins og við greindum frá í gær þá bendir tölfræðin til þess að Miami fari nú og landi titlinum en liðið sem hefur unnið þriðja leikinn í seríunni hefur orðið meistari í 11 af 12 skiptum síðan 2-3-2 fyrirkomulagið var sett á laggirnar.
 
Tilþrif úr leiknum:
 
  
Fréttir
- Auglýsing -