spot_img
HomeFréttirMiami jafnaði metinn gegn Sixers

Miami jafnaði metinn gegn Sixers

Miami Heat sigraði Philadelphia 76ers í öðrum leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í nótt, 113-103 þar sem Dwyane nokkur Wade sýndi gamla takta. Wade lék á alls oddi og leiddi lið sitt með 28 stig (11/16 í skotum), 7 fráköst og 2 stolna bolta af bekknum. Með þessari frammistöðu stökk Wade upp fyrir Larry Bird á stigalistanum í úrslitakeppninni. Næstur var á eftir honum Goran Dragic með 20 stig.

 

 

Í vestrinu unnu Golden State Warriors San Antonio Spurs nokkuð sannfærandi 101-116 eftir að Oakland liðið steig rækilega á bensíngjöfina í seinni hálfleik. Kevin Durant leiddi sína menn til sigurs með 32 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Klay Thompson var einnig að finna fjölina með 31 stig með 5/8 nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Spurs var LaMarcus Aldridge frábær með 34 stig og 12 fráköst en eftir honum kom Patty Mills með 21 stig. Gregg Popovich, þjálfari Spurs lét blaðamennina hafa hressilega fyrir kaupinu eftir leikinn eins og sjá má hér að neðan.

 

Í vestrinu unnu Golden State Warriors San Antonio Spurs nokkuð sannfærandi 101-116 eftir að Oakland liðið steig rækilega á bensíngjöfina í seinni hálfleik. Kevin Durant leiddi sína menn til sigurs með 32 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Klay Thompson var einnig að finna fjölina með 31 stig með 5/8 nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Hjá Spurs var LaMarcus Aldridge frábær með 34 stig og 12 fráköst en eftir honum kom Patty Mills með 21 stig.

 

Gregg Popovich, þjálfari Spurs lét blaðamennina hafa hressilega fyrir kaupinu eftir leikinn eins og sjá má hér að neðan.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -