Miami Heat jafnaði í nótt úrslitaeinvígið í NBA gegn San Antonio Spurs með sterkum 103-84 sigri. Staðan í einvíginu er því 1-1 og færist nú yfir á fyrnasterkan heimavöll Spurs. Mario Chalmers var stigahæstur í liði Heat með 19 stig en fimm leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum.
Aldrei þessu vant var LeBron James ekki stigahæstur en hann gerði 17 stig í leiknum fyrir Heat, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Danny Green var stigahæstur hjá Spurs með 17 stig og gerði 9 fyrstu stig Spurs í leiknum með þriggja stiga körfum, setti alls 5 af 5 í leiknum og eina körfu í teignum, 100% leikur hjá kappanum!
Þriðji leikur liðanna fer fram í AT&T Center í San Antonio aðfararnótt miðvikudagsins og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport.
Phantom með helstu tilþrif leiksins
Mynd/ Mario Chalmers var stigahæstur hjá meisturum Miami í nótt.