Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.
Áður birt:
Miami Heat
Heimavöllur: American Airlines Arena
Þjálfari: Eric Spoelstra
Helstu komur: Dion Waiters, Derrick Williams
Helstu brottfarir: Dwyane Wade, Luol Deng, Joe Johnson, Chris Bosh
Lið Miami Heat hefur oft séð betri daga, margir leikmenn fóru í sumar, þar á meðal einn albesti Heat leikmaður sögunnar. Ég hef litla trú á því að Goran Dragic verði ennþá í liðinu þegar að tímabilinu lýkur og held að þeir verði tilbúnir til þess að losa sem flesta af launaskrá til framtíðaruppbyggingar. Það verður tankað í Flórída í vor. Chris Bosh verður heldur ekki á meðal leikmanna Heat á tímabilinu vegna síendurtekinna blóðtappa.
Styrkleikarnir eru Hassan Whiteside og Goran Dragic, Justice Winslow er líka spennandi leikmaður sem á bjarta framtíð fyrir sér í NBA deildinni. Ég hef líka verið aðdáandi Eric Spoelstra í talsverðann tíma og held að hann skili inn nokkrum auka sigrum. Veikleikarnir eru lítil sem engin breidd, hvorki undir körfunni né fyrir utan þriggja stiga línuna.
Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:
PG – Goran Dragic
SG – Tyler Johnson
SF – Justice Winslow
PF – Josh McRoberts
C – Hassan Whiteside
Gamlinginn: Udonis Haslem(36) fær að klára ferilinn með Heat. Það gleður NBA hjartað.
Fylgstu með: Tyler Johnson, sá fékk útborgað án þess að hafa sýnt neitt. Hefst sýningin núna?
Spá: 29-53 – 13. sæti