spot_img
HomeFréttirMercury meistarar

Mercury meistarar

Diana Taurasi og félagar í Phoenix Mercury eru WNBA meistarar árið 2009 eftir 3-2 sigur á Indiana Fever. Oddaleikurinn fór 94-86 fyrir Mercury sem lentu 2-1 undir í einvíginu en unnu tvo leiki í röð og tryggðu sér þannig titilinn. Hin öfluga Diana Taurasi var útnefnd besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var einnig fyrir skömmu valin besti leikmaður deildarinnar.
 
 
Í oddaleiknum lét Taurasi ekki sitt eftir liggja og gerði 26 stig fyrir Mercury og tók auk þess 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Í silfurliði Indiana Fever var Sutton-Brown atkvæðamest með 22 stig og 5 fráköst.
 
Uppselt var á oddaleikinn þar sem fyrirliðar karlaliðs Phoenix Suns í NBA deildinni, þeir Steve Nash, Amare Stoudemire og Grant Hill, keyptu alla miðana í efstu sætaröðinni og gáfu þá. Alls voru því 17313 manns í US Airways Center þegar Mercury fögnuðu sigri.
 
Mynd: Diana Taurasi með meistaratitilinn.
Fréttir
- Auglýsing -