spot_img
HomeFréttirMemphis Grizzlies - Afskrifaðir Grábirnir

Memphis Grizzlies – Afskrifaðir Grábirnir

Þessi spá er hluti af spá Karfan.is fyrir NBA tímabilið 2017-2018.

 

Memphis Grizzlies

 

Heimavöllur: FedEx Forum

Þjálfari: David Fizdale

 

Helstu komur: Tyreke Evans, Ben McLemore.

Helstu brottfarir: Tony Allen, Zach Randolph, Vince Carter.

 

 

Á hverju ári keppast sérfræðingar við að afskrifa Memphis Grizzlies. Það er alger óþarfi. Þeir eru enn með einn besta miðherja deildarinnar í Marc Gasol og svo virkilega góðann leikstjórnanda í Mike Conley. Restin af liðinu eru svo mest megnis fínir íþróttamenn sem maður veit ekki alveg hvernig munu spila og svo hafa þeir alltaf spilað umfram væntingar. Hugsa að það gerist aftur.

 

Styrkleikar liðsins eru frábær varnarleikur, góður þjálfari og fínar stjörnur. Varnarleikurinn hefur verið góður mjög lengi og hann ætti ekki að versna mikið í vetur þrátt fyrir missi nokkurra manna, þeir voru flestallir komnir yfir hæðina líkamlega séð. Liðið þekkir sinn leikstíl virkilega vel og keyrir sín sett betur en flest lið.

 

Veikleikarnir eru þeir að við vitum ekki alveg hvað við munum fá frá rulluspilurum liðsins, kannski mikið en kannski ekkert. Ein dýrasta meiðslahrúga sögunnar er enn í liðinu, Chandler Parsons. Breidd liðsins versnaði talsvert í sumar svo þeir mega ekki við miklum meiðslum. Þeir hafa þó verið eitt mest meidda lið deildarinnar undanfarin ár.

 

 

 

Byrjunarlið í fyrsta leik:

Mike Conley
Andrew Harrison
Tyler Ennis
Jarrell Martin
Marc Gasol

 

 

Fylgstu með: Marc Gasol. Hann þarf einfaldlega að skora meira en áður og þarf líka að taka feiri fráköst. Verður gaman að fylgjast með.   

Gamlinginn: Marc Gasol (32) er elstur í liðinu.

 

 

Spáin: 47–36 – 8. sæti

 

 

15. Phoenix Suns

14. Sacramento Kings

13. Dallas Mavericks

12. Los Angeles Lakers

11. New Orleans Pelicans

10. Utah Jazz

9. Los Angeles Clippers

8. Memphis Grizzlies

7.

6.

5.

4.

3.

2.

1.

Fréttir
- Auglýsing -