11:59
{mosimage}
Carmelo Anthony er væntanlegur aftur í leikmannahóp Denver Nuggets í nótt þegar liðið mætir Memphis Grizzlies í NBA deildinni. Anthony hefur nýlokið við að sitja af sér 15 leikja bann sem hann fékk fyrir slagsmál í leik Nuggets og New York Knicks.
,,Ég hef átt mjög erfitt síðustu 36 daga því alla mína ævi hefur það verið mér kleift að leika körfubolta. Að vera í banni og fá ekki að spila er ein erfiðasta reynsla sem ég hef gengið í gegnum sem leikmaður,” sagði Anthony sem útnefndur var Körfuknattleiksmaður ársins 2006 í Bandaríkjunum.
Anthony lætur vel í það skína í fréttatilkynningu að hann hafi haft ráðrúm til að hugsa sig um og að hann muni snúa aftur á parketið sterkari og betri enn fyrr. Fyrir bannið var Carmelo Anthony með 31,6 stig að meðaltali í leik og 5,6 fráköst.
Hann segir enn fremur í fréttatilkynningunni að hann ætli sér að verða öflugri leiðtogi fyrir lið sitt og sem andlit NBA og bandaríska landsliðsins út á við.