spot_img
HomeFréttirMeistararnir tóku fyrsta leikinn heima í Oakland

Meistararnir tóku fyrsta leikinn heima í Oakland

Meistarar Golden State Warriors lögðu Portland Trail Blazers með 22 stigum, 116-94, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturstrandar NBA deildarinnar.

Eitthvað jafnræði var á liðunum mest allan leikinn þó svo að Warriors hafi frá byrjun til enda verið yfir. Var það ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem þeir slitu sig algjörlega frá gestunum, en fram að honum hafði forysta þeirra verið í kringum 10 stig. Fjórða leikhlutann vinna þeir þó með 16 stigum, 39-23 og fóru því að lokum með nokkuð áreynslulausan sigur af hólmi.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var bakvörðurinn Stephen Curry, en á rúmum 35 mínútum spiluðum skilaði hann 36 stigum, 6 fráköstum og 7 stoðsendingum. Fyrir gestina frá Portland var það Damian Lillard sem dróg vagninn með 19 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Leikurinn var annar tveggja sem meistararnir leika á heimavelli nú í byrjun viðureignarinnar, en þá mun einvígið færast yfir á heimavöll Trail Blazers í Portland.

Sigurinn verður að teljast nokkuð sterkur fyrir Warriors, sem í nótt léku án tveggja stjörnuleikmanna, Demarcus Cousins og Kevin Durant. Báðir eru þeir frá vegna meiðsla, en eitthvað virðist það á reiki hvort og hvenær þeir muni verða orðnir leikfærir á nýjan leik.

Úrslit kvöldsins

Portland Trail Blazers 96 – 116 Golden State Warriors

https://www.youtube.com/watch?v=IlQ53DIh8G0

(Warriors leiða einvígið 1-0)

Fréttir
- Auglýsing -