Keppnin Meistarar meistaranna fer fram í DHL-Höllinni í Vesturbænum á sunnudag. Í kvennaflokki mætast Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur og silfurlið KR úr bikarkeppninni kl. 17:00.
Karlaleikurinn hefst svo kl. 19:15 en þar mætast Íslands- og bikarmeistarar KR og silfurlið Grindavíkur úr bikarkeppninni. Allur ágóði af leiknum mun renna til yngri landsliða KKÍ.