Íslands- og bikarmeistarar KR hafa gert tveggja ára samning við landsliðsmanninn Sigurð Þorvaldsson sem tilkynnti á dögunum að hann væri á förum frá Stykkishólmi. Vísir.is greinir frá þessu.
Sigurður er 35 ára gamall og hvalerki fyrir KR-inga þar sem Helgi Már Magnússon er hættur og fluttur vestur um haf til Bandaríkjanna.
Sigurður kemur inn í vaska sveit sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum síðastliðin þrjú ár en hann er Sindra-Stáls bikarnum ekki að öllu ókunnur enda varð hann meistari með Snæfell árið 2010.